09.03.2024 00:24

Gæslan sótti tvo slasaða vélsleðamenn

                              TF EIR Lendir við Sjúkrahúsið á Akureyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-EIR sótti tvo slasaða vélsleðamenn í einu og sömu ferðinni síðdeg­is í dag.

Vélsleðamenn­irn­ir tveir voru þó ekki á sama stað þegar slys­in áttu sér stað.

Fyrst var þyrl­an kölluð út vegna manns sem hafði slasast á vélsleða á Þöngla­bakka í  Þor­geirs­firði sem er á milli Eyja­fjarðar og Skjálf­anda­flóa.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, voru björg­un­ar­sveit­ir upp­haf­lega kallaðar út en sök­um þess hve erfitt

var að kom­ast að mann­in­um óskaði lög­regla eft­ir aðstoð þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

Þegar þyrl­an var á norður­leið barst önn­ur til­kynn­ing vegna slasaðs vélsleðamanns á Hjalteyri.

Hann var sótt­ur þegar búið var að ná í mann­inn í Þor­geirs­firði. Báðir menn voru flutt­ir á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. 

                         TF Eir á lendingarpallinum við sjúkrahúsið á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024

07.03.2024 09:04

2212 Snæfell EA 310 i Krossanesi

                       2212 Snæfell EA 310 Ex Guðbjörg Is 46 mynd þorgeir Baldursson 6 mars 2024

06.03.2024 22:32

6761 Sunna EA á útleið

Stórgóður vinur minn og félagi i hollvinum Húna 11 EA 740 Gunnar Gislasson á Þennan bát

sem að ber nafnið Sunna hann hélt til veiða i morgun til að ná sér i soðið ekki veit ég um aflabrögð 

en eitthvað nudd hefur verið i firðinum siðustu daga 0g margir trillukarlar á sjó i dag 

 

                                            6761 Sunna EA mynd þorgeir Baldursson 6 mars 2024

                                            6761 Sunna EA mynd þorgeir Baldursson 6 mars 2024

                                           6761 Sunna EA mynd þorgeir Baldursson 6 mars 2024

                                                   6761 Sunna EA mynd þorgeir Baldursson 6 mars 2024

06.03.2024 22:04

Rex NS 3

 

                                      Rex Ns 3 smiðaður á Fáskrúðfirði mynd þorgeir Baldursson 2023

06.03.2024 21:52

Fyrstu grásleppunni landað á Dalvík

Guðmundur Arnar EA kemur inn til löndunar á sunnudag. FF MYNDIR/ÞORGEIR Baldursson 

Deila

Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag.

Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.

 

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.mynd þorgeir 

 

Spurning um hrognafyllingu

„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór.

Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu.

Farið að óskum LS

Landssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars.

„Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.

 

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni. mynd þorgeir Baldursson 

 

„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.

 

Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetningu

Arnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum.

„Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór.

06.03.2024 21:50

Fyrstu grásleppunni landað á Dalvík

Guðmundur Arnar EA kemur inn til löndunar á sunnudag. FF MYNDIR/ÞORGEIR

Deila

Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag.

Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.

 

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík. mynd þorgeir Bald

 

Spurning um hrognafyllingu

„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór.

Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu.

Farið að óskum LS

Landssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars.

„Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.

 

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.       Mynd þorgeir Baldursson 

 

„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.

 

Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetningu

Arnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum.

„Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór.

06.03.2024 21:37

Arnar fyrstur með afla úr Barentshafi

                                                         2265 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 2024

Arn­ar HU-1 lagði við bryggju á Sauðár­króki rúm­lega sex í gær­kvöldi eft­ir um mánuð á veiðum í Bar­ents­hafi. Afl­inn var um ell­efu þúsund kass­ar eða um 400 tonn upp úr sjó, sem er í sam­ræmi við heim­ild­ir ís­lenskra skipa í norskri lög­sögu.

Með lönd­un­inni í gær er Arn­ar fyrsta skipið sem land­ar afla úr Bar­ents­hafi á þess­ari vertíð sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Arnar HU heldur í mánaðar túr

Frétt af mbl.is

Arn­ar HU held­ur í mánaðar túr

Íslensku tog­ar­arn­ir Sól­berg ÓF-1, Sól­borg RE-27 og Blæng­ur NK-125 eru nú stadd­ir á imðunum í Bar­ents­hafi þar sem er um fjög­urra stiga hiti, norðvest­læg átt og lít­il öldu­hæð.

Enn á eft­ir að landa rúm­lega þrjú þúsund tonn­um af þorski úr Bar­ents­hafi sem heim­ild­ir eru fyr­ir. Er nú um 1.287 tonna kvóti skráður á Sól­bergið, 829 tonn á Blæng, 854 tonn á Sól­borg­ina og 90 tonna þorskkvóti í norskri lög­sögu skráður á Örfirs­ey RE-4.

Íslensk­ar út­gerðir hafa hjálp­ast að við að veiða í Bar­ents­hafi þar sem þorskkvót­inn hef­ur verið skert­ur mjög mikið und­an­far­in ár og næst betri nýt­ing með því að veiða með færri skip­um. Hafa til að mynda skip Þor­bjarn­ar, Hrafn Svein­bjarn­ar­son GK-255, Sturla GK-12 og Tóm­as Þor­valds­son GK-10, ekki veitt í Bar­ents­hafi und­an­farið þrátt fyr­ir að fyr­ir­tækið á heim­ild­ir fyr­ir 197 tonn­um af þorski.

Þá mun Björg EA-7, sem Sam­herji ger­ir út, ekki veiða sinn 285 tonna kvóta og verða afla­heim­ild­irn­ar verið nýtt­ar af örðum skip­um.

heimild mbl.is 

myndir þorgeir Baldursson 

05.03.2024 22:21

Emerude i Barentshafi

                                      Emerude á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2019

05.03.2024 20:45

Kristrún Re 177

                                                      3017 Kristrún RE177 við bryggju á Akureyri 5 mars 2024

05.03.2024 18:41

Hvalaskoðun á Eyjafirði

                                  Hvalaskoðunnarbátanir á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 

05.03.2024 18:37

Toghlerar fá styrkingu

                                                   3035 Hoffell su 80 mynd þorgeir Baldurssson 18-12 2023

Toghlerar fá styrkingu

04.03.2024

“Stál og suða er merkið mitt“ gætu strákarnir á vélaverkstæði Loðnuvinnslunnar hafa sungið á hlaupársdag þegar þeir fengu inn á gólf til sín ærið verkefni. Verkefnið fólst í því að styrkja toghlerana af Hoffelli Su 80. Toghlerarnir er tveir og hvor um sig vegur fjögur tonn og eru þeir líka býsna stórir um sig.

Ingimar Óskarsson er verkstjóri á vélaverkstæðinu og sagði hann að verkefnið hefði ekki alveg verið hefðbundið í þeim skilningi að þeir væru ekki að styrkja átta tonna toghlera á hverjum degi. En á vélaverkstæðinu er valin maður í hverju rúmi líkt og annars staðar hjá Loðnuvinnslunni og því voru þeir Arnar Ingi Ármannsson, Lúðvík Héðinn  Gunnarsson og Krizysztof Kaluziak fengir til verksins því þeir eru afar fimir með suðutækin. „Ég setti mjög öfluga suðumenn í verkið og þeir voru aðeins rúmlega einn vinnudag að föndra þetta“ sagði Ingimar og var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Það er dýrmætt fyrir Loðnuvinnslunna að innan fyrirtækisins sé sá mannauður sem raunin er og hægt sé að leysa flest verk hér heima hvort heldur það snýr að vélum eða tækjum eða meðhöndlun á afla.

BÓA

05.03.2024 00:19

Snorrasynir með fyrstu Grásleppuna á vertiðinni

Bræður með fyrstu grásleppuna í Eyjafirði

Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni

Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni mbl.is/Þorgeir

Bókamerki óvirk fyrir óinnskráða Setja bókamerki

Tengdar fréttir

Grásleppuveiðar

Marineruð og kaldreykt grásleppa með sojasósu í dós er meðal þeirra vara sem þróaðar hafa .

Slær reykt grásleppa í sojasósu í gegn?

» Fleiri tengdar fréttir

Það voru þeir Björn, Snorri og Bald­ur Snorra­syn­ir sem lönduðu fyrstu grá­slepp­unni í Eyjaf­irði þessa vertíð. Komu þeir til hafn­ar í gær á Dal­borg­inni EA-317 með 740 kíló af grálseppu.

Auk grá­slepu fékkst í grá­sleppu­netið 131 kíló af þorski, 13 kíló af rauðmaga, 7 kíló af skar­kola og 2 kíló af stein­bít, sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu. Að lok­inni lönd­un var afl­inn seld­ur á Fisk­markaði Norður­lands.

Vertíðin hófst föstu­dag­inn 1. mars en það er óvenju snemma. Viku fyr­ir start var til­kynnt að upp­hfas­degi veiða yrði flýtt um tæp­lega þrjár vik­ur.

Dalborg EA 317

Dal­borg EA 317 mbl.is/Þ?or­geir

Baldur og Snorri hífa fyrsta karið í Dalvíkurhöfn.

Bald­ur og Snorri hífa fyrsta karið í Dal­vík­ur­höfn. mbl.is/Þ?or­geir

04.03.2024 22:56

Villi Páls Björgunnarskip Húsvikinga

                                   7865 Villi Páls ÞH á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2024

04.03.2024 22:53

Bessi is 410

                 2013 Bessi IS 410 mynd þorgeir Baldursson 

04.03.2024 00:16

Grásleppulöndun á Dalvik

Það birjar þokkalega Grásleppuvertiðin að minnst kosti hjá þeim tveimur sem að lönduðu á dalvik i gær 

Frá 700-1500 kg en litið af öðrum fiski Grásleppunni er allri landað heilli á fiskmarkaðinn á Dalvik 

það voru þeir bræður Snorri Baldur og Björn Snorrasynir sem að lönduðu fyrstu sleppunni á þessari vertið 

aflinn um 700 kg i 50 net myndir þorgeir Baldursson 

                                    2387. Dalborg EA317 kemur til hafnar á Dalvik 3 mars 2024 mynd þorgeir Baldursson

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1122
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1062396
Samtals gestir: 50972
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:24:22
www.mbl.is